top of page
Heildarkort_Ísland_víðerni_vefur.jpg

Kortlagning óbyggðra víðerna landsins

“Til að að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja.”

Þetta inntak í skilgreiningu náttúruverndarlaga á óbyggðum víðernum hefur í fyrsta sinn verið kortlagt samkvæmt þeirri alþjóðlega viðurkenndu og stöðluðu aðferðafræði sem tilgreind er í náttúruverndarlögum. Afraksturinn er nýja víðernakortið, sem skapar færi á að skoða og skilgreina áhrif mannvirkja og annarar landnotkunar á víðerni með margfalt nákvæmari hætti en áður.

Niðurhal og afnot af Shapefile og GeoTIFF gagnagrunnum víðernakortsins eru öllum frjáls án endurgjalds.​ Hægt er að skoða kortið á Map.is undir Ýmis kortagögn og á Vefsjá.is undir Landslag og víðerni.

 

Allar ábendingar um leiðréttingar og lagfæringar við þessa fyrstu útgáfu eru vel þegnar.

Aðferðafræði kortlagningarinnar

Um kortagerðina sá Wildland Research Institute, WRI, sem er sjálfstæð stofnun við háskólann í Leeds í Englandi. WRI hefur kortlagt víðerni víða um heim og er í fremstu röð alþjóðlega á því sviði. Aðferð WRI við kortlagning víðernanna byggist á greiningu á stafrænum þrívíðum landupplýsingagögnum sem eru m.a. notuð til að greina með mikilli nákvæmni sýnileika mannvirkja sem geta haft áhrif á víðernaupplifun. WRI hefur þróað forrit til þessarar greiningar sem byggir á svipuðum aðferðum og forrit tölvuleikja.

Bakgrunnur víðernakortsins

Bestu og nýjustu stafrænna gagna var aflað um gróðurþekju og landnotkun, vegi og orkumannvirki. Gögn voru fengin af Nytjalandsgrunni Landbúnaðarháskólans, hjá Landsneti, Landsvirkjun, Vegagerðinni, , Landgræðslunni (Land og skógur), Mapbox (gervihnattamyndir), Náttúrufræðistofnun (Landmælingar Íslands), OpenStreetMap með ODbl leyfi og ArcticDEM. Vettvangsferðir voru farnar víða um hálendið sumarið 2021 og viðbótarþekkingar aflað hjá innlendum kunnáttumönnum s.s. leiðsögumönnum og þjóðgarðs- og landvörðum. Forsendur voru allar yfirfarnar af innlendum aðilum með staðþekkingu.

Í víðernagreiningunni voru gerð líkön byggð á þremur meginþáttum sem áhrif hafa á víðernagæði á Íslandi; (1) fjarlægð frá vélknúnum aðgangi (mældur sem göngutími frá vegum sem eru opnir almenningi), (2) sjónræn áhrif af mannlegum vegsummerkjum (mæld sem fjöldi og umfang mannvirkja sem sjást í landslaginu, svo sem vegir, byggingar, loftlínumöstur o.s.frv.), og (3) náttúrulegt yfirbragð lands (mælt sem hlutfall mismunandi gróðurþekju og tegunda landnotkunar). Með því að leggja þessa þrjá eiginleika víðernasvæða saman í eitt og sama kortið sést breytileiki víðernagæða allt frá minnstu til mestu víðernanna.​

Litakóði víðernakortsins

Blái liturinn sýnir kjarnasvæðin, sem eru villtustu víðerni landsins með örðugt aðgengi, óspillta náttúru og laus við ummerki mannsins. Þau allra villtustu eru djúpkjarnasvæðin (dökkblá), sem flest eru inni á hinum stóru jöklum hálendisins en einnig í kjörnum stærstu víðernanna utan jökla.

Græni liturinn sýnir hjúpsvæðin utan um kjarnasvæðin, víðáttumikil víðernasvæði þar sem ummerkja mannsins gætir lítið sem ekkert, langt er í næstu akvegi og engin umfangsmikil mannvirki sjást nema úr mikilli fjarlægð.

Guli liturinn sýnir svokölluð umskiptasvæði. Það eru svæði í jaðri víðerna, sem og önnur svæði á láglendi utan byggðar. Á láglendi eru þetta tiltölulega ósnortin svæði en þó aðgengileg og ekki langt frá byggð eða öðrum ummerkjum mannsins. Á hálendinu marka hálendisslóðar þröng umskiptasvæði þar sem ökutæki ferðast um á milli umfangsmikilla víðernasvæða hálendisins.

Grái liturinn sýnir land utan víðerna, byggð og umfangsmikil mannvirki.

Hver geta notað víðernakortið og hvernig?

Hægt að skoða víðernakortið á þessum vefsíðum: 

Gagnagrunnur víðernakortsins er frjáls til niðurhals án endurgjalds. Veljið Aðgangur að gagnagrunni í haus síðunnar til ná í skjölin og samþykkja skilmála. Gagnagrunnurinn nýtist verkfræðistofum, skipulagsráðgjöfum, sveitarfélögum, landeigendum, orkufyrirtækjum, opinberum stofnunum, ferðaþjónustufyrirtækjum og vísindasamfélaginu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Með viðeigandi GIS forritum er hægt að skoða möguleg áhrif mannvirkja og landnotkunar á víðernasvæði. Upplausn víðernakortsins er 20x20 metrar.

Skráning notenda

Nauðsynlegt er að notendur skrái sig til að hala gagnagrunni víðernakortsins niður. Viðbúið er að þessi fyrsta útgáfa 1.1 verði fljótlega aukin og endurbætt, þannig að þegar útgáfa 2.0 fer í loftið getum við tryggt að notendur hafi ávallt aðgang að nýjustu útgáfu kortagrunnsins.

Gert er ráð fyrir að til framtíðar verði gagnagrunnurinn vistaður hjá til þess bærri opinberri stofnun sem sjái um dreifingu, viðhald og endurnýjun. Þangað til verður hægt að nálgast gagnagrunninn á þessari vefsíðu.

 

[1] Geographic Information Systems

Hvers vegna nýtt víðernakort?

Eldri tilraunir til að kortleggja víðerni, svo sem 1998, 2009 og 2017-2021 eru barn síns tíma og standast ekki tæknilegar kröfur eða gildandi lög. Í náttúruverndarlögum eru ákvæði sem gera það nauðsynlegt að beita alþjóðlega viðurkenndri aðferðarfræði til að kortleggja víðernin í samræmi við ný viðmið. Tilgangurinn er tvíþættur:

  • Að fyrir liggi á hverjum tíma áreiðanlegar og uppfærðar upplýsingar um hvar víðerni er að finna.

  • Að vera til upplýsingar fyrir stjórnvöld við ákvörðunartöku um landnotkun og verndun.

Vísindaleg kortlagning tryggir jafnframt að ákvarðanir og umræða varðandi víðernin byggi á einum og sama vísindalega þekkingargrunninum.

Kortið auðveldar og flýtir fyrir ákvörðunum um virkjanakosti

Ljóst er að nýja víðernakortið getur auðveldað og þar með flýtt fyrir ákvarðanatöku um virkjanakosti hér á landi. Kortið sýnir til dæmis hvort eða hve mikið tiltekið vindorkuver myndi skerða af víðernum og af umtalsvert meiri nákvæmni en í eldra víðernakorti. Það sama á við um lón, stíflur, vegi og stöðvarhús vatnsaflsvirkjana og gufuaflsvirkjanir. Þá hentar nýja víðernakortið til að meta áform um loftlínulagnir en oft skapast deilur um staðsetningu þeirra, jafnt í byggð sem óbyggðum víðernum. Með viðeigandi GIS forriti er hægt að skoða sýnileg áhrif af fjölbreyttum útfærslum lagnaleiða í víðernakortinu og þannig verður auðveldara fyrir hlutaðeigandi að meta valkostina.

Náttúruverndarlög og skilgreining óbyggra víðerna

Í náttúruverndarlögum nr. 60/2013 er þessi skilgreining á óbyggðum víðernum:

„Svæði í óbyggðum sem er að jafnaði a.m.k. 25 km 2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja og að jafnaði í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og uppbyggðum vegum.“

 

Skilgreining náttúruverndarlaga á óbyggðum víðernum er afar víðtæk, því þó þar sé rætt um tilteknar fjarlægðir eða flatarmál, hefur áherslan á orðalagið „að jafnaði“ og „njóta þar einveru og náttúrunnar“ ekki minna gildi. Nýja víðernakortið skapar þannig mikinn sveigjanleika til að greina þau víðerni sem geta fallið undir skilgreininguna.

Sem dæmi má nefna vegarslóða á hálendinu. Nýja víðernakortið endurspeglar þá staðreynd að ekki þarf að fara langan veg frá slíkum vegarslóða til að njóta einveru og náttúru. Þá vegalengd má mæla í tugum eða hundruð metra. Svæði kringum þannig vegarslóða hafa gulan litakóða á kortinu, sem skilgreinir svokölluð umskiptasvæði. Það eru svæði í jaðri víðerna, sem og önnur svæði á láglendi utan byggðar.

Ákvæði náttúruverndarlaga um kortlagningu víðernanna

Ákvæði náttúruverndarlaga um kortlagningu víðernanna

Þann 3. febrúar 2021 voru ýmsar breytingar á náttúruverndarlögum samþykktar á Alþingi, þar á meðal eftirfarandi:

73. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Kortlagning óbyggðra víðerna.

Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna. Í reglugerðinni skal m.a. kveða á um þau viðmið og forsendur sem liggja til grundvallar kortlagningunni.

Kort með upplýsingum um óbyggð víðerni skal vera til upplýsinga fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun.

Ákvæði til bráðabirgða.

Liður 8. Fyrstu kortlagningu óbyggðra víðerna alls landsins skv. 73. gr. a skal vera lokið fyrir 1. júní 2023.

Af hálfu stjórnvalda hefur ekki verið unnið að kortlagningu óbyggðra víðerna. En segja má að þar sem aðrir aðilar hafa annast það verkefni, þá sé saman hvaðan gott komi.

Notkun víðernakortsins við fimmta áfanga rammaáætlunar

Í mars 2023 óskuðu Landmælingar Íslands eftir því við dr. Steve Carver, forstöðumann Wildland Research Institute og prófessor við landfræðideild háskólands í Leeds og að fá aðgang að gögnum að baki greiningar ritrýndu greinarinnar New Approaches to Modelling Wilderness Quality in Iceland, sem birtist í alþjóðlega tímaritinu Land í febrúar 2023, til notkunar fyrir sérfræðinga faghópa verkefnisstjórnar fimmta áfanga rammaáætlunar. Dr. Carver er aðalhöfundur greinarinnar. Var sá aðgangur veittur og síðar einnig, að beiðni formanna faghópa 1 og 2 rammaáætlunar, að samsvarandi gögnum um þau landsvæði sem síðar voru af þessu tilefni kortlögð með sömu aðferðarfræði og uppfærðum gögnum. Aðferðarfræðinni sjálfri og forsendunum er ítarlega lýst í skýrslu rannsóknarstofnunarinnar Wildland Research Institute frá mars 2022 með kortlagningu óbyggðra víðerna miðhálendis Íslands. Var samkomulag um notkun faghópanna á gögnunum gert milli WRI og Landmælinga Íslands í desember 2023, með það fyrir augum að gagnagrunninum yrði í framhaldinu viðhaldið og geti nýst stjórnvöldum við stefnumótum í framhaldinu og ráðgjafarfyrirtækjum við mat á áhrifum stefnu og framkvæmda.

Fræðileg umfjöllun um hina alþjóðlegu aðferðarfræði að baki víðernakortinu

•          Carver, S. (1996) Mapping the wilderness continuum using raster GIS. in S.Morain and S.Lopez-Baros (eds) Raster imagery in Geographic Information Systems. OnWord Press, New Mexico, 283-288

•          Carver, S. & Fritz, S. (1999) Mapping remote areas using GIS. in M.Usher (ed) Landscape character: perspectives on management and change. Natural Heritage of Scotland Series, HMSO

•          Fritz, S., Carver, S. and See, L. (2000) New approaches to wild land mapping in Europe. Proceedings of 15- VOL-2 (2000) Missoula, Montana.

•          Carver, S. and Wrightham, M. (2003). Assessment of historic trends in the extent of wild land in Scotland: a pilot study. Scottish Natural Heritage Commissioned Report No. 012 (ROAME No. FO2NC11A)

•          Carver, S. (2005) Opportunity Mapping for New Wildwoods: a report submitted to the North Pennines AONB Partnership by the University of Leeds. University of Leeds.

•          Carver, S. (2007) Regeneration of native woodland in the Nidderdale AONB. University of Leeds.

•          Wildness study in the Cairngorms National Park. Report prepared for the Cairngorms National Park Authority and SNH, September 2008.

•          Carver, S., Comber, A., McMorran, R. and Nutter, S., 2012. A GIS model for mapping spatial patterns and distribution of wild land in Scotland. Landscape and urban planning, 104(3-4), pp.395-409.

•          Carver, S., Tricker, J. and Landres, P., 2013. Keeping it wild: Mapping wilderness character in the United States. Journal of Environmental Man

•          Wilderness Register and Indicator for Europe (2013)

•          Cao, Y., Yang, R., Long, Y. and Carver, S., 2018. A preliminary study on mapping wilderness in mainland China. International Journal of Wilderness, 24(2).

•          6 Cao, Y., Carver, S. and Yang, R., 2019. Mapping wilderness in China: Comparing and integrating Boolean and WLC approaches. Landscape and Urban Planning, 192, p.103636

Kynning á nýju víðernakortlagningunni
  • Opinber kynning á Íslandi, mars 2022

  • Kynning á málþingi Vatnajökulsþjóðgarðs um víðerni, mars 2022

  • Kynning á alþjóðlegri ráðstefna IUCN WCEL (World Commission on Environmental Law) í Osló, október 2022

  • Ritrýnd grein í Land, febrúar 2023

  • Sérrit um þjóðgarða og verndasvæði, 2023

  • Alþjóðleg ráðstefna Wild12, ágúst 2024.

Samtök að baki víðernakortinu

Nokkur íslensk náttúruverndarsamtök áttu frumkvæðið að hinni nýju kortlagningu víðernanna og fengu Wildland Research Institute við háskólann í Leeds í Englandi til verksins. Kortlagning miðhálendisins hófst 2021 og var kynnt í mars 2022. Í desember 2023 lauk kortlagningu þess sem eftir var af víðernum landsins.

Hafa samband - senda inn ábendingu um víðernakortið

Með tölvupósti: olafur@vidernakort.is

bottom of page